Fjarkennsla í FVA næstu tvo daga – „Til að gæta að heilsu og öryggi okkar allra“

Nemendur í Fjölbrautaskóla Vesturlands á Akranesi verða í fjarkennslu mánudaginn 8. nóvember og þriðjudaginn 9. nóvember. Þetta kemur fram í tilkynningu frá FVA sem birt var í morgun. Þar segir:

Eins og fjöldinn er á smitum, sóttkví og smitgát hér á Akranesi núna er ekki annar kostur í stöðunni en að halda áfram fjarkennslu í FVA, á morgun, mánudaginn 8. nóvember, og á þriðjudag til að gæta að heilsu og öryggi okkar allra.

Um hádegi á þriðjudag verður staðan tekin að nýju og tilkynnt um næstu skref.

Hafðu samband ef eitthvað er óljóst, s. 433 2500, [email protected].