Nýjustu Covid-19 tölurnar á Akranesi – mánudaginn 8. nóvember 2021

Alls greindust 13 einstaklingar með Covid-19 smit í gær á Akranesi og eru alls 118 í einangrun. Töluverð fækkun er í fjölda einstaklinga í sóttkví en alls eru 217 í sóttkví og fækkaði þeim um 180 á milli daga.

Á landinu öllu greindust 117 einstaklingar með Covid-19 smit samkvæmt uppfærðum tölum á covid.is. Þar af voru 51 utan sóttkvíar.

Á landinu eru 2410 einstaklingar í sóttkví og 1157 eru í einangrun með virkt smit.

Alls eru 18 einstaklingar inniliggjandi á sjúkrahúsi vegna Covid-19 veikinda og þar af eru 5 á gjörgæslu.