Fremstu fimleikakonur Akraness skrifuðu undir samning við Fimleikafélag ÍA

Nýverið skrifuðu tíu fimleikakonur úr Fimleikafélagi ÍA undir samning við félagið.

Fimleikafélagið mun styðja við bakið á þessu efnilegu konum með ýmsum hætti – þar á meðal niðurfellingu á æfingagjöldum, útvega þeim keppnis – og æfinga fatnað.

Fimleikakonurnar efnilegu leggja sitt af mörkum í þessu samkomulagi þar sem að rík áhersla er lögð að mæta á allar æfingar og gefa kost á sér í keppnir á vegum félagsins.

Þar að auki taka þær þátt í fjáröflunarverkefnum og sýningu á vegum félagsins. Þetta er í þriðja sinn sem slíkur samningur er gerður við meistaraflokk félagsins en í fyrsta sinn sem keppendur úr 1. flokki skrifa undir slíkan samning.

Framundan er skemmtileg keppnishelgi í nýja fimleikahúsinu við Vesturgötu þar sem að haustmót FSÍ í hópfimleikum fer fram.

Efri röð frá vinstri: Hrafnhildur Jökulsdóttir – Ragna Ruth Ingólfsdóttir – Rakel Mirra Njálsdóttir – Dagný líf Kristófersdóttir – Salka Brynjarsdóttir – Thelma Rós Ragnarsdóttir – Sigrún Dóra Jónsdóttir.

Neðri röð frá vinstri: Rakel Sunna Bjarnadóttir – Guðrún Julianne Unnarsdóttir -Sóley Brynjarsdóttir – Unnur Ósk Ragnarsdóttir.