Nýjustu Covid-19 tölurnar á Akranesi – faraldurinn á hægri niðurleið í samfélaginu

Alls greindust 126 Covid-19 smit á landinu í gær samkvæmt upplýsingum á covid.is. Þar af voru 59 ekki í sóttkví. Á sjúkrahúsi eru 20 einstaklingar inniliggjandi vegna Covid-19, þar af eru fjórir á gjörgæslu.

Á landinu öllu eru rétt um 1800 einstaklingar í einangrun vegna Covid-19 smits.

Á Akranesi eru 62 einstaklingar í einangrun vegna Covid-19 smits og 43 eru í sóttkví. Á Vesturlandi eru 82 alls með Covid-19 smit í einangrun og 74 eru í sóttkví – samkvæmt upplýsingum frá Lögreglunni á Vesturlandi.