Hjördís „útvarpsstjóri“ stendur enn eina vaktina hjá Sundfélagi Akraness

Ég byrjaði í þessu verkefni sem foreldri þar sem að sonur minn var að æfa hjá Sundfélagi Akraness. Ég man að ég var stressuð að fá það hlutverk að lesa auglýsingar – en á síðustu árum hef ég verið í öðru hlutverki og titla sjálfa mig útvarpsstjóra,“ segir Hjördís Hjartardóttir í viðtali við Skagafréttir.

Útvarp Akraness hófst í dag, föstudaginn 26. nóvember, og verður útvarpið í loftinu fram á sunnudag. Verkefnið fór fyrst af stað árið 1988, sem fjáröflun fyrir Sundfélag Akraness. Í dag er staðan enn sú sama og Útvarp Akraness er langstærsta fjáröflunarverkefni Sundfélags Akraness.

Hér fyrir neðan er dagskrá Útvarps Akraness.
Hægt er að styðja við bakið á Sundfélagi Akraness með því að kaupa auglýsingar.
Sími 841-8260.