Myndasyrpa: Sjósundið blómstrar á Langasandi

Að mati margra er einn besti sjósundstaður landsins á Akranesi. Langisandur er nánast skapaður fyrir sjósund og fjölmargir nýta frábæra sjósundsdaga eins vel og hægt er.

Með tilkomu Guðlaugar hefur aðsóknin stóraukist og mikil fjölgun hefur verið í hópi þeirra sem stunda sjósund eða sjóbað.

Í dag var frábært veður á Akranesi – vissulega var kalt, en sólin lét sjá sig og vindurinn var ekki í aðalhlutverki.

Í sjónum fyrir neðan Guðlaugu voru tveir Skagamenn á besta aldri að leika sér í öldunum þegar Skagafréttir báru þar að garði. Hér má sjá myndasyrpu frá baráttu þeirra við öldurnar í blíðviðrinu á Skaganum í dag.