Jón Valur fer á kostum í nýju lagi sem gefið var út í Noregi – „Desembervind“

Skagamaðurinn Jón Valur Ólafsson sendi nýverið frá sér lagið „Desembervind“ sem hefur vakið verðskuldaða athygli.

Texti lagsins fjallar um þá staðreynd að ekki hafi allir það gott í aðdraganda jólahátíðarinnar.

Jón Valur er búsettur í Noregi en hann flutti frá Íslandi þegar hann var tvítugur. Hann býr, ásamt fjölskyldu sinni, á sveitabæ í Anderstun í Store Høydal, í Kinn kommune á vesturströnd Noregs.

Helene H. Tyvold er eiginkona Jóns Vals og eiga þau tvö börn, Maren Ýr 7 ára, og Kristian Olai sem er 4ja ára. Jón Valur starfar sem sjúkraflutningamaður samhliða því að vera frístundabóndi.

Jón Valur á þrjú systkini á Íslandi og tvö þeirra eru búsett á Akranesi. Hallgrímur Ólafsson leikari er elstur eða „Halli Melló“ og býr hann í Hafnarfirði. Gunnar Hafsteinn eða Gunni Hó á Gamla Kaupfélaginu og Guðný Birna eru bæði búsett á Akranesi. Foreldrar þeirra eru Sigþóra Gunnarsdóttir og Ólafur Hallgrímsson.

http://localhost:8888/skagafrettir/2020/05/02/skagamadurinn-jon-valur-syngur-eins-og-engill-i-nyja-heimalandinu/