Helgi Laxdal í úrvalsliði EM í hópfimleikum – frábær árangur landsliða Íslands


Skagamaðurinn Helgi Laxdal Aðalgeirsson var í stóru hlutverki með íslenska karlalandsliðinu á Evrópumeistaramótinu í hópfimleikum sem lauk í gær í Portúgal.

Helgi Laxdal framkvæmdi m.a. ofurstökk á dýnu sem aldrei áður hefur verið framkvæmt í slíkri keppni – og hann var kjörinn í úrvalslið mótsins. Samsetningin hjá Helga í ofurstökkinu var heil skrúfa, kraftstökk og tvöfalt heljarstökk með beinum líkama og tveimur og hálfri skrúfu.

Árangur Íslands var frábær á mótinu en öll landsliðin sem tókui þátt enduðu á verðlaunapalli.

Kvennalandslið Íslands náði frábærum árangri þegar liðið fagnaði Evrópumeistaratitlinum eftir æsispennandi keppni gegn Svíum. Ísland varð síðast Evrópumeistari árið 2012 í kvennaflokki.

Í karlaflokki sigraði Svíþjóð en Helgi Laxdal og félagar hans úr liði Íslands fengu silfurverðlaun – og er þetta í fyrsta sinn sem Ísland nær slíkum árangri í karlaflokki.

Ættartréð:
Foreldrar Helga Laxdal eru þau Aðalgeir Jónasson og Lilja Lind Sturlaugsdóttir. Systkini Helga eru : Finnbogi Laxdal og Jónas Laxdal.

http://localhost:8888/skagafrettir/2018/11/09/helgi-laxdal-aetlar-ser-stora-hluti-gekk-meira-a-hondum-en-fotum-sem-barn/
http://localhost:8888/skagafrettir/2021/06/05/skagamadurinn-helgi-laxdal-skrifadi-nyjan-kafla-i-fimleikasoguna-med-otrulegu-stokki/