Rekstur Golfklúbbsins Leynis gekk mjög vel á árinu 2021

Aðalfundur Golfklúbbsins Leynis fór fram þann 24. nóvember s.l. í gegnum fjarfundarbúnað. Rúmlega 30 félagsmenn tóku þátt í fundinum með formlegum hætti.

Frá þessu er greint á vef Leynis – sjá hér.

Pétur Ottesen formaður Leynis fór yfir skýrslu stjórnar og Rakell Óskarsdóttir framkvæmdastjóri Leynis fór yfir ársreikninga. Í stuttu máli þá gengur rekstur Leynis mjög vel.

Tekjur Leynis námu alls rúmlega 134,4 m.kr. og rekstrargjöld voru rúmar 109,3 m.kr.

Rekstrarafgangur fyrir fjármagnsliði var því rúmlega 25 milljónir kr.

Allir stjórnarmenn gáfu kost á sér til áframhaldandi stjórnarstarfa.

Í framboði voru: Oddur Pétur Ottesen, til formanns, Ella María Gunnarsdóttir, í stjórn, Óli Björgvin Jónsson í stjórn og Hróðmar Halldórsson til varamanns.

Fundurinn samþykkti tillögu til stjórnar 2022.

Fundargerðina í heild sinni má sjá hér:

Ársskýrsla og skýrsla stjórnar og nefnda GL fyrir starfsárið 2021: