Kristín Þórhallsdóttir, íþróttamaður Akraness, 2020, hefur keppni á Evrópumeistaramótinu í kraftlyftingum á sunnudaginn. Kristín, sem keppir fyrir Kraftlyftingafélag Akraness, ÍA. Hún starfar sem dýralæknir í Stafholtstungum í Borgarfirði.
Keppt er í klassískum kraftlyfingum þar sem að keppendur „lyfta á kjötinu“ eins og sagt er. Í klassískum kraftlyftingum eru keppendur ekki að nota vafninga, beygju- og réttstöðulyftu brækur og bekkpressusloppur sem eru úr lítt eftirgefanlegum efnum og gefa meiri styrk því það styður betur við.
Í klassískum kraftlyftingum er þessi búnaður ekki til staðar. Lyftingabelti, hnéhlífar og úlnliðsvafningar er leyfð til að veita stuðning og forðast meiðsli.
Keppni á EM í klassískum kraftlyftingum fer fram í Vesterås í Svíþjóð og hefst mótið í dag – föstudaginn 10. desember.
Fimm keppendur koma frá Íslandi, Hilmar Símonarson, Birgit Rós Becker, Viktor Samúelsson, Aron Friðrik Georgsson og Kristín Þórhallsdóttir.
Kristín hefur keppni í -84 kg. flokki á sunnudaginn og hún ætlar sér að ná Evrópumeistaratitlinum í sínum flokki. Kristín varð þriðja á HM í september á síðasta ári – sem var hennar fyrsta stórmót á ferlinum.
Þar lyfti hún 552,5 kg. samtals og var aðeins 5 kg. frá silfurverðlaunum.
Kristín bætti Íslandsmetin í öllum greinunum, hnébeygju, réttstöðulyftu og bekkpressu, og bætti sinn persónulega árangur um 12,5 kg. Kristín jafnaði einnig Evrópumetinu í hnébeygju, 217,5 kg og þá er hún aðeins fimm kg frá Evrópumetinu í samanlögðu.
Rætt var við Kristínu á Stöð 2 og hér fyrir neðan má sjá viðtalið.