Drífa er badmintonkona ársins 2021 hjá Badmintonsambandi Íslands

Drífa Harðardóttir, úr Badmintonfélagi ÍA, var í dag útnefnd sem badminkona ársins 2021. Það er Badmintonsamband Íslands sem stendur að þessu kjör og er Daníel Jóhannesson badmintonkarl ársins 2021.

Drífa Harðardóttir á farsælan feril að baki í badminton en þetta er í fyrsta skipti sem hún er valin badmintonkona ársins.

Drífa er íslandsmeistari í tvíliðaleik og tvenndarleik árið 2021 og einnig heimsmeistari í tvíliðaleik og tvenndarleik í flokki 40-44 ára árið 2021.

Drífa er búsett í Danmörku þar sem hún spilar í fyrir Hvidovre í dönsku deildinni. Drífa hefur 12 sinnum orðið íslandsmeistari í tvíliðaleik og tvenndarleik í badminton.

Daníel Jóhannesson er badminton-maður ársins árið 2021. Þetta er í fyrsta skiptið sem Daníel er valinn badminton-maður ársins.

Nánar á vef BSÍ.