Fjölmargar nemendur fengu viðurkenningar við brautskráningu úr FVA

Alls voru 45 nemendur brautskráður frá Fjölbrautaskóla Vesturlands – en athöfnin fór fram um liðna helgi, 18. desember 2021.

Alls 14 stúlkur og 31 piltar, þrír nemendur luku burtfararprófi í húsasmíði, 15 luku burtfararprófi úr rafvirkjun, þrír luku burtfararprófi úr vélvirkjun, þrír luku stúdentsprófi til viðbótar við lokapróf úr iðngrein og 21 nemandi lauk stúdentsprófi.

Frá þessu er greint á vef FVA.

Dröfn Viðarsdóttir, aðstoðarskólameistari, setti athöfnina og Steinunn Inga Óttarsdóttir, skólameistari flutti ávarp.

Marinó Rafn Guðmundsson, 10 ára stúdent, ávarpaði útskriftarnema. Gylfi Karlsson flutti einnig ávarp fyrir hönd útskriftarnema.

Valgerður Jónsdóttir, bæjarlistamaður Akraness 2021 annaðist tónlistarflutning,

Eftirtaldir nemendur fengu verðlaun og viðurkenningar t.a.m. fyrir ágætan námsárangur og störf að félags- og menningarmálum.

Nöfn þeirra sem gefa verðlaun eru innan sviga:

 • Andri Þór Einarsson fyrir góðan árangur í rafiðngreinum (VS Tölvuþjónustan) og Kötluverðlaunin fyrir bestan árangur iðnnema.
 • Aníta Ólafsdóttir fyrir góðan árangur í íslensku (Íslandsbanki), fyrir ágætan árangur í raungreinum (Terra) og fyrir frábæran árangur í stærðfræði (Elkem)
 • Anna Magný Ellertsdóttir fyrir góðan árangur í íslensku (Penninn Eymundsson)
 • Antonía Líf Sveinsdóttir fyrir góðan árangur í ensku (Landsbankinn) viðurkenningu fyrir framlag sitt til félagsstarfa (Minningarsjóður Karls Kristins Kristjánssonar) auk viðurkenningar og sérstakra hvatningarverðlauna frá Zonta klúbbnum.
 • Árni Þórir Heiðarsson fyrir framlag sitt til félagsstarfa (Minningarsjóður Karls Kristins Kristjánssonar)
 • Ásdís Ýr Þorgrímsdóttir fyrir góðan árangur í íslensku (Rótarýklúbbur Akraness) og góðan árangur í samfélagsgreinum (VLFA)
 • Bergþór Ægir Ríkharðsson fyrir ágætan árangur í rafiðngreinum (RAFPRÓ)
 • Bjarki Rúnar Ívarsson fyrir ágætan árangur í íþróttagreinum (FVA)
 • Erlend Magnússon fyrir ágætan árangur í rafiðngreinum (Akraborg)
 • Gylfi Karlsson fyrir ágætan árangur í rafiðngreinum (Vogir og Lagnir) og fyrir framlag sitt til félagsstarfa í FVA (Minningarsjóður Karls Kristins Kristjánssonar)
 • Helgi Jón Sigurðsson fyrir ágætan árangur í rafiðngreinum (Skaginn 3X)
 • Miriam Arna Daníelsdóttir Glad fyrir ágætan árangur í dönsku (Danska sendiráðið)
 • Patrekur Orri Unnarsson fyrir framlag sitt til félagsstarfa (Minningarsjóður Karls Kristins Kristjánssonar)
 • Ronja Rut Ragney Hjartardóttir fyrir framlag sitt til félagsstarfa (Minningarsjóður Karls Kristins Kristjánssonar)
 • Þorgils Sigurþórsson fyrir ágætan árangur í rafiðngreinum (Norðurál)
 • Aníta Ólafsdóttir hlaut viðurkenningu skólans fyrir bestan árangur á stúdentsprófi með einkunnina 9,39.