Vinsælasta frétt ársins 2021 á skagafrettir.is

Það sem af er árinu 2021 hafa rúmlega 1200 fréttir verið birtar á skagafrettir.is.

Árið 2021 er metár hvað varðar aðsókn og lestur en skagafrettir.is fór formlega í „loftið“ þann 10. nóvember árið 2016.

Á undanförnum dögum höfum við að rifjað upp 50 mest lesnu fréttir ársins 2020.

Allar fréttirnar má finna hér fyrir neðan.

Fréttir af stöðu Covid-19 smita á Vesturlandi fengu mikla athygli og lestur en slíkar fréttir eru ekki teknar með í þetta uppgjöri.

Mest lesna og vinsælasta frétt ársins á skagafrettir.is á árinu 2021 var pistill sem Hannes Sigurbjörn Jónsson skrifaði í nóvember á þessu ári.

Þar opnaði Hannes og fjölskylda hans á umræðuna um einelti og er óhætt að segja að pistill Hannesar hafi vakið gríðarlega athygli. Skagafréttir greindu fyrstir allra fjölmiðla frá pistli Hannesar og stóru fjölmiðlar landsins tóku upp þráðinn og birtu margar fréttir af málinu.

Pistill Hannesar er í sérflokki hvað varðar lestur og heimsóknir í 5 ára sögu Skagafrétta.

Alls hefur pistill Hannesar fengið 14.130 heimsóknir á vef Skagafrétta frá því byrjun nóvember og þar af um 6000 á fyrsta birtingardegi.

1. sæti:

Hannes vill opna á umræðuna um einelti: „Pabbi og mamma viljið þið segja í kvöld að ég sé ekki vitlaus eða heimskur“

http://localhost:8888/skagafrettir/2021/11/09/hannes-vill-opna-a-umraeduna-um-einelti-pabbi-og-mamma-viljid-thid-segja-i-kvold-ad-eg-se-ekki-vitlaus-eda-heimskur/

2. sæti:
„Skaginn syngur inn jólin“ er sjóðheit og vinsæl útflutningsvara í Noregi

Það er nokkuð áhugverð frétt sem endaði í öðru sæti yfir vinsælustu fréttir ársins 2021 á skagafrettir.is. Norsk hliðarafurð beint af býli af Skaginn syngur inn jólin fékk mikinn meðbyr. Þar syngur Skagamaðurinn Jón Valur Ólafsson undurfallegt norskt lag – Desembervind. Þessi frétt hefur fengið um 8.000 heimsóknir frá því hún fór í loftið þann 7. desember 2021.

http://localhost:8888/skagafrettir/2021/12/07/skaginn-syngur-inn-jolin-er-sjodheit-og-vinsael-utflutningsvara-i-noregi/

3. sæti:

Bréf til bæjarfulltrúa og íbúa Akraness

Í þriðja sæti yfir mest lesnu fréttir ársins 2021 er aðsend grein frá Sævari Jónssyni – þar sem hann skrifaði bréf til bæjarfulltrúa og íbúa Akraness.

Þessi grein hefur fengið um 7300 heimsóknir frá því hún fór í loftið í september á þessu ári.

http://localhost:8888/skagafrettir/2021/09/06/bref-til-baejarfulltrua-og-ibua-akraness/?utm_source=rss&utm_medium=rss&utm_campaign=bref-til-baejarfulltrua-og-ibua-akraness&utm_source=rss&utm_medium=rss&utm_campaign=bref-til-baejarfulltrua-og-ibua-akraness

4. sæti:
Ingólfur lætur af störfum sem forstjóri Skaginn 3X

Í fjórða sæti er frétt úr viðskipta – og atvinnulífinu á Akranesi. Þar greindu skagafréttir.is fyrstir allra fjölmiðla frá brotthvarfi Ingólfs Árnasonar úr forstjórastóli hátæknifyrirtækisins Skaginn 3X.

Fréttin vakti mikla athygli á landsvísu og stórir fjölmiðlar vitnuðu í frétt Skagafrétta.

Þessi frétt hefur fengið tæplega 5000 heimsóknir frá því að hún var birt þann 17. desember s.l.

http://localhost:8888/skagafrettir/2021/12/17/ingolfur-laetur-af-storfum-sem-framkvaemdastjori-skaginn-3x/

5. sæti:
Skagamenn nær og fjær eru hvattir til að taka stökkið fyrir Svenna – safna fyrir sérsmíðuðu reiðhjóli

Í fimmta sæti er frétt af viðburði sem fór fram um mitt árið 2021 þar sem að góður hópur Skagamanna setti af stað söfnun fyrir Sveinbirni Hjaltasyni sem slasaðist illa í vélhjólaslysi árið 2020.

Þessi frétt hefur fengið um 4600 heimsóknir fram til dagsins í dag.

http://localhost:8888/skagafrettir/2021/04/23/skagamenn-naer-og-fjaer-eru-hvattir-til-ad-taka-stokkid-fyrir-svenna-safna-fyrir-sersmidudu-reidhjoli/

6. sæti:

„Ætla að gróðursetja eitt tré fyrir hvern bíl sem ég sé á rúntinum þetta kvöld“

Í 6. sæti er viðtal við Alexander Aron Guðjónsson sem endurvakti hinn eina sanna bæjarrúnt á Akranesi um miðjan janúar á þessu ári. Viðburðurinn fékk gríðarlega góðar viðtökur hjá Skagamönnum og götur gamla miðbæjarins fylltust af bílium þetta kvöld. Sjá nánar í þessari frétt sem hefur fengið 4135 heimsóknir á árinu 2021.

http://localhost:8888/skagafrettir/2021/01/08/aetla-ad-grodursetja-eitt-tre-fyrir-hvern-bil-sem-eg-se-a-runtinum-thetta-kvold/

7. sæti:

„Vetrarsúpan passar vel með haustinu þegar allt er fullt af nýju íslensku grænmeti“

Í 7. sæti er frétt úr fréttaflokknum Heilsueflandi samfélag á Akranesi. Uppskriftir úr þessum fréttaflokki voru mikið lesnar og þar á meðal upplýsingar um Vetrarsúpu frá Unni Guðmundsdóttur.

Alls hafa 3987 lesið þessa frétt frá því hún fór í loftið.

http://localhost:8888/skagafrettir/2021/09/14/vetrarsupan-passar-vel-med-haustinu-thegar-allt-er-fullt-af-nyju-islensku-graenmeti/

8. sæti
Biskup Íslands hefur staðfest ráðningu á nýjum presti í Garða – og Saurbæjarprestakalli

Í 8. sæti er frétt af ráðningu á nýjum presti í Garða – og Saurbæjarprestakalli, en lesendur Skagafrétta hafa sýnt innra starfi prestakallsins mikinn áhuga alla tíð.

Þessi frétt hefur fengið 3745 heimsóknir frá því hún fór í loftið.

http://localhost:8888/skagafrettir/2021/08/26/biskup-islands-hefur-stadfest-radningu-a-nyjum-presti-i-garda-og-saurbaejarprestakalli/

9. sæti:
Afþakkar afmæliskossa – en hvetur Skagamenn til að taka Daða-dansinn.

Anna Þóra Þorgilsdóttir var í aðalhlutverki í fréttinni sem endaði í 9. sæti yfir mest lesnu fréttir ársins. Um var að ræða lauflétt spaug hjá vinum hennar í tilefni 40 ára afmælis Önnu Þóru.

Þessi frétt hefur fengið alls 3642 stakar heimsóknir frá því hún var birt fyrr á þessu ári.

http://localhost:8888/skagafrettir/2021/05/26/afthakkar-afmaeliskossa-en-hvetur-skagamenn-til-ad-taka-dada-dansinn/

Hér má sjá lista yfir þær fréttir sem eru í sætum 10 – 14
yfir vinælustu fréttir ársins 2021 á skagafrettir.is

Hér má sjá lista yfir þær fréttir sem eru í sætum 15 – 19
yfir vinælustu fréttir ársins 2021 á skagafrettir.is

Hér má sjá lista yfir þær fréttir sem eru í sætum 20 – 30
yfir vinælustu fréttir ársins 2021 á skagafrettir.is

Hér má sjá lista yfir þær fréttir sem eru í sætum 30 – 40
yfir vinælustu fréttir ársins 2021 á skagafrettir.is

Hér má sjá lista yfir þær fréttir sem eru í sætum 40.-50
yfir vinælustu fréttir ársins 2021 á skagafrettir.is


10. sæti / 3624 heimsóknir.

Pistill: Stytting vinnuvikunnar – gæði í lífi eða streita í starfi ?

11. sæti / 3596 heimsóknir.

Áhugaverðar breytingar fyrirhugaðar á Suðurgötu 50A

12. sæti / 3504 heimsóknir.

„Lykilatriði að skila verkefnum á réttum tíma“ – segir dúxinn úr FVA

13. sæti / 3437 heimsóknir.

Myndasyrpa: Akurnesingar gulir og glaðir í geggjaðri stemningu á Laugardalsvelli

14. sæti / 3420 heimsóknir.

Hjón frá Akranesi björguðu aldargömlu húsi og endurbyggðu með glæsibrag15. sæti: „Bring back rúnturinn“ sló í gegn á Skaganum – „Verð allt árið að gróðursetja tré“.

16. sæti: ÍA hættir rekstri líkamsræktarsalar og selur eignarhlut í mannvirkum á Jaðarsbökkum.

17. sæti: Akraneskaupstaður hafnaði forkaupsrétti að húsinu við Vesturgötu 57.

18. sæti: Akraneskaupstaður kaupir Suðurgötu 124 – húsið verður rifið.

19. sæti: Nýtt hús á opnu svæði í Jörundarholti mun bæta húsnæðisöryggi fatlaðs fólks.

20. sæti: Nýr leikskóli í Skógarhverfi fær þaulreynt og vel þekkt nafn.

21. sæti: Hvað kemur í staðinn fyrir „Fóló“ við Kirkjubrautina?.

22. sæti: Eitt helsta kennileiti fyrri ára á Akranesi rifið.

23. sæti: Ellefu sóttu um starf prests í Garða – og Saurbæjarprestakalli.

24. sæti: „Milli fjalls og fjöru“ – sjáðu hvernig fyrsti hluti Sementsreitsins mun líta út.

25. sæti: Fjölmenni við opnun á Frystihúsinu við Akratorg.

26. sæti: Gagnrýna mikla launahækkun til æðstu embættismanna Akraneskaupstaðar.

27. sæti: Glæsilegt hús fyrirhugað á „Smurstöðvar-reitnum“ við Suðurgötu.

28. sæti: Kristín gagnrýnir Akraneskaupstað harðlega í pistli og sjónvarpsviðtali – „fjárhagslegt ofbeldi“.

29. sæti: Tímavélin: Manst þú eftir útisundlauginni við þyrluflugvöllinn?

30. sæti: Tælenski kjúklingarétturinn slær alltaf í gegn – „Maturinn þarf að vera litríkur“.

31. sæti: Einföld útskýring fréttakonu RÚV á starfi sínu vekur mikla athygli á veraldarvefnum.

32. sæti: Þrjú fyrirtæki buðu í verkefnið snjómokstur 2020-2025 hjá Akraneskaupstað.

33. sæti: Sr. Jónína kjörin sem sóknarprestur í Hafnarfjarðarkirkju.

34. sæti: Akranes heldur áfram að stækka og íbúum fjölgaði áttunda árið í röð.

35. sæti: Snæfríður vaknar til lífsins – Jón Hjörvar nýr formaður.

36. sæti: Elsa og Stefán Akranesmeistarar í golfi 2021.

37. sæti: Arilíus kann ýmislegt fyrir sér í eldhúsinu – „Kjúllaréttur sem slær í gegn hjá krökkunum“

38. sæti: Áhugaverð loftmynd frá Akranesi – gríðarlegar breytingar.

39. sæti: Ráðning í starf slökkviliðsstjóra ekki í samræmi við stjórnsýslulög að mati umboðsmanns Alþingis.

40. sæti: Áhugaverðar breytingar á sögufrægu húsi samþykktar í Bæjarstjórn.

41. sæti: GrasTec sagði upp samningnum við Golfklúbbinn Leyni.

42. sæti: Sagan er öll – samþykkt að rífa húsið við Suðurgötu 108

43. sæti: Fiskur í veislubúningi frá Helgu slær alltaf í gegn.

44. sæti: Þrír umsækjendur um embætti lögreglustjóra á Vesturlandi.

45. sæti: Hvers vegna er ÍA búningurinn gulur?

46. sæti: Fyrstu skrefin tekin við uppbyggingu á nýju íþróttahúsi við Jaðarsbakka.

47. sæti: Barnavernarnefnd Akraness fær nýjan formann.

48: sæti: Snæbjörn Gíslason á Akranesi er elstur allra karla á Íslandi

49. sæti: „Skallablettir“ frá Akranesi náðu áhugaverðum árangri í utandeildinni

50. sæti: Stokkið fyrir Svenna – myndasyrpa frá Gísla Rakara.