Breytingar í eigendahópi „Veislur & Viðburðir“ og rekstraraðila „Gamla Kaupfélagsins“

Breytingar verða um áramótin í eigendahópi Veislur & Viðburðir sem hefur einnig rekið Gamla Kaupfélagið á Akranesi undanfarin ár.

Ísólfur Haraldsson hefur tekið rekstri fyrirtækisins en þeir Gunnar H. Ólafsson, Valdimar Ingi Brynjarsson og Birkir Snær Guðlaugsson munu snúa til annarra starfa á nýju ári. Þetta kemur fram í pistli sem Ísólfur skrifaði á fésbókarsíðu sína í dag.

Gunni, Valdi og Birkir hverfa nú til annarra starfa og í kjölfarið stígur inn nýtt fólk og hugsanlega verða einhverjar nýjar áherslur með tímanum. Það var sérstök stemning þegar við félagarnir gengum frá pappírum í dag, lítið sagt en í enda dags þakkar maður fyrir árin og hugsar til þess að það sé ekki sjálfgefið að allir geti gengið frá borði sáttir og nokkuð sælir. Nú fer maður aftur að teikniborðinu, finnur rétta fólkið, lætur þetta ganga og hefur gaman af því. Kærar þakkir fyrir árin elsku vinir mínir, ég hlakka til að sjá ykkur blómstra í komandi verkefnum. Ég reyni að gera mitt besta úr því sem komið er.

Hér er pistillinn í heild sinni:

Að finna rétta fólkið til að láta hlutina ganga hefur verið mitt happ í lífinu. Seinnipart árs 2014 hófust viðræður um að taka við Hlégarði í Mosfellsbæ. Lok árs 2015 gekk Gunni Hó inn í Hlégarð sem yfirkokkur, þvílíkur happafengur. Við stofnuðum í kjölfarið fyrirtækið Veislur & Viðburði í mars 2016 og tókum inn í dæmið Gamla Kaupfélagið á Akranesi.

Valdimar Ingi bættist í hluthafa hópinn í júní árið 2016 og má segja að hann hafi fljótlega tekið við stýrinu fram til dagsins í dag. Birkir kokkur varð svo hluthafi árið 2017 ásamt því að reka tímabundið Food Station í Borgarnesi. Á þessum tíma hafa hundruðir starfsmanna gengið með okkur í gegnum allskonar viðburði og veisluhöld. Covid ástandið hefur tekið sinn toll en við höfum barist við þetta ástand lausnamiðuð og reynt að bregðast við eins og hægt er.

Gunni, Valdi og Birkir hverfa nú til annarra starfa og í kjölfarið stígur inn nýtt fólk og hugsanlega verða einhverjar nýjar áherslur með tímanum.

Það var sérstök stemning þegar við félagarnir gengum frá pappírum í dag, lítið sagt en í enda dags þakkar maður fyrir árin og hugsar til þess að það sé ekki sjálfgefið að allir geti gengið frá borði sáttir og nokkuð sælir. Nú fer maður aftur að teikniborðinu, finnur rétta fólkið, lætur þetta ganga og hefur gaman af því. Kærar þakkir fyrir árin elsku vinir mínir, ég hlakka til að sjá ykkur blómstra í komandi verkefnum. Ég reyni að gera mitt besta úr því sem komið er.