Þorrablót Skagamanna 2022 verður með sama sniði og árið 2021.
Hin hefðbundni viðburður í íþróttahúsinu við Vesturgötu verður ekki á dagskrá en þess í stað verður streymt frá viðburðinum – líkt og gert var í fyrra vegna heimsfaraldurs kórónuveirunnar.
Þetta kemur fram í fundargerð bæjarráðs Akraness frá því í dag.
Á þeim fundi var samþykkt að veita sérstaka styrkveitingu að fjárhæð kr. 500.000 til viðburðarins sem í ljósi sérstakra aðstæðna vegna heimsfaraldursins mun fara fram í streymi.