Íþróttalífið á Akranesi hefur í gegnum tíðina verið mjög kraftmikið og fjölbreytt.
Nýverið var frumsýnt myndband sem Kristinn Gauti Gunnarsson hefur sett saman fyrir ÍA – þar sem að kastljósinu er beint að þeim íþróttagreinum sem eru stundaðar undir „regnhlífarhatti“ Íþróttabandalags Akraness – ÍA.
Afurðin á sér langa sögu en árið 2019 fékk Íþróttabandalag Akraness, með fjárstyrk frá Akraneskaupstað, Kristinn Gauta Gunnarsson til að að gera myndbönd með öllum þeim íþróttagreinum sem stundaðar eru í aðildarfélögum ÍA.
Í myndbandinu sést vel hve fjölbreytt íþróttastarf á Akranesi er og geta Skagamenn og ÍA verið stolt af því gróskumikla starfi sem fer fram hjá aðildarfélögum ÍA.
Myndböndin verða 20 talsins, eitt fyrir hvert 19 aðildarfélaga ÍA og eitt sem er sambland allra aðildarfélaga ÍA og frumsýnt var á í útsendingu IATV frá kjöri Íþróttamanns Akraness þann 6. janúar s.l.