Íþróttabandalag Akraness, Björgunarfélag Akraness og ÍA TV fengu á dögunum styrk frá skipuleggjendum Þorrablóts Skagamanna. Þetta kemur fram í tilkynningu frá forsvarsfólki Þorrablótsins.
Þar kemur fram að verkefnið 2021 hafi verið krefjandi í ljósi aðstæðna sem voru fordæmalausar vegna heimsfaraldurs kórónuveirunnar – og leita þurfti nýrra leiða og lausna til að framkvæma viðburðinn. Góður stuðningur fyrirtækja, góðar viðtökur streymiskaupenda, fjölda listamanna og mikilli sjálfboðavinnu tókst að setja upp nýja tegund af þorrablóti.