ÍA, Björgunarfélag Akraness og ÍATV nutu góðs af Þorrablóti Skagamanna 2021

Íþróttabandalag Akraness, Björgunarfélag Akraness og ÍA TV fengu á dögunum styrk frá skipuleggjendum Þorrablóts Skagamanna. Þetta kemur fram í tilkynningu frá forsvarsfólki Þorrablótsins.

Þar kemur fram að verkefnið 2021 hafi verið krefjandi í ljósi aðstæðna sem voru fordæmalausar vegna heimsfaraldurs kórónuveirunnar – og leita þurfti nýrra leiða og lausna til að framkvæma viðburðinn. Góður stuðningur fyrirtækja, góðar viðtökur streymiskaupenda, fjölda listamanna og mikilli sjálfboðavinnu tókst að setja upp nýja tegund af þorrablóti.

Það var okkur því sönn ánægja nú í lok október að útdeila hagnaði þorrablótsins 2021 til góðgerðamála.

Hagnaðnum var skipt á milli Íþróttabandalags Akraness, Björgunarfélags Akraness og ÍA TV.

Við vonum að styrkurinn komi sér vel og vonandi tekst okkur að endurtaka leikinn nú í ár.

Við sömu krefjandi aðstæðurnar, en ekki alveg jafn fordæmalausar.
Áfram allir – alltaf – allstaðar.