Sunna Rún í æfingahóp U-15 ára landsliðs KSÍ

Ólafur Ingi Skúlason, landsliðsþjálfari U15 kvenna, hefur valið hóp sem tekur þátt í æfingum 26.-28. janúar. Einn leikmaður úr röðum ÍA er í hópnum, Sunna Rún Sigurðardóttir,

Alls eru 32 leikmenn í hónpum og koma þeir frá 16 félagsliðum víðsvegar af landinu. Flestir eru frá Akureyrarliðinu Þór/KA eða 5 alls, Breiðablik og FH eru með 4 leikmenn hvort félag.

Þór/KA (5), Breiðablik (4), FH (4), Fylkir (2), Kormákur/Hvöt (2), RKV (2), Stjarnan (2), Valur (2), Víkingur R. (2), Þróttur R. (2), Haukar (1), Höttur (1), ÍA (1), ÍBV (1).

Sunna Rún er af miklum knattspyrnuættum. Foreldrar hennar eru Margrét Ákadóttir og Sigurður Þór Sigursteinsson. Eldri bræður Sunnu hafa látið mikið að sér kveða á knattspyrnusviðinu á undanförnum árum, Arnór er atvinnumaður á Ítalíu og Ingi Þór hefur verið að stimpla sig inn á stóra sviðið með meistaraflokki ÍA.

Hópurinn:

Líf Joostdóttir Van Bemmel – Breiðablik

Melkorka Kristín Jónsdóttir – Breiðablik

Sara Rún Antonsdóttir – Breiðablik

Signý Hekla Sigurðardóttir – Breiðablik

Edith Kristín Kristjánsdóttir – Breiðablik

Berglind Freyja Hlynsdóttir – FH

Bryndís Halla Gunnarsdóttir – FH

Jónína Linnet – FH

Rakel Eva Bjarnadóttir – FH

Nína Zinovieva – Fylkir

Elísa Björk Hjaltadóttir – Fylkir

Viktoría Sólveig Óðinsdóttir – Haukar

Íris Vala Ragnarsdóttir – Höttur

Sunna Rún Sigurðardóttir – ÍA

Erna Sólveig Davíðsdóttir – ÍBV

Birgitta Rún Finnbogadóttir – Kormákur/Hvöt

Elísa Bríet Björnsdóttir – Kormákur/Hvöt

Alma Rós Magnúsdóttir – RKV

Hanna Gróa Halldórsdóttir – RKV

Aníta Ösp Björnsdóttir – Stjarnan

Eydís María Waagfjörð – Stjarnan

Guðrún Hekla Traustadóttir – Valur

Kolbrún Arna Káradóttir – Valur

Sara Mjöll Jóhannsdóttir – Víkingur R.

Birgitta Rún Ingvadóttir – Víkingur R.

Hildur Anna Birgisdóttir – Þór/KA

Karlotta Björk Andradóttir – Þór/KA

Katla Bjarnadóttir – Þór/KA

Kolfinna Eik Elínardóttir – Þór/KA

Tinna Sverrisdóttir – Þór/KA

Brynja Rán Knudsen – Þróttur R.

Steinunn Lára Ingvarsdóttir – Þróttur R.