Dagný Halldórsdóttir og Brooke Jones sömdu við ÍA

Kvennalið ÍA í knattspyrnu heldur áfram að safna liði fyrir baráttuna um að koma sér í næst efstu deild á næsta tímabili.

Dagný Halldórsdóttir, sem er fædd árið 2002, hefur skrifað undir nýjan samning sem gildir út tímabilið 2022.

Bandarískur markvörður, Brooke Jones, mun leika með liðinu í sumar en hún hefur skrifað undir samning sem gildir út tímabilið 2022. Jones, sem er 21 árs, hefur leikið með bandaríska háskólaliðinu Idaho, sem er í efstu deild í háskólaboltanum þar í landi.

Magnea Guðlaugsdóttir er þjálfari kvennaliðs ÍA.

Töluverðar breytingar verða á leikmannahóp liðsins þar sem að Sigrún Eva Sigurðardóttir hefur skipt yfir í Aftureldingu í Mosfellsbæ og Róberta Lilja Ísólfsdóttir hefur gengið í raðir KR í Reykjavík.

Lilja Björg Ólafsdóttir, Þorgerður Bjarnadóttir, Anna Þóra Hannesdóttir, Erla Karítas Jóhannesdóttir, Selma Dögg Þorsteinsdóttir og Erna Björt Elíasdóttir skrifuðu nýverið undir samning við ÍA og leika með liðinu á næsta tímabili.