Sjálfboðaliðarnir í ÍATV settu ný viðmið og ný met á árinu 2021

Kraftmikill hópur sjálfboðaliða hefur á undanförnum misserum lagt mikla vinnu í að koma íþrótta – og menningarefni til skila til áhorfenda í gegnum ÍATV.

ÍATV er verkefni á vegum Íþróttabandalags Akraness og er styrkt og fjármagnað af ÍA, Akraneskaupstað og frjálsum framlögum velunnara.

Útsendingarnar hófust árið 2016 fara þær fram á Youtube og aðrir samfélagsmiðlar eru einnig nýttir til að koma efninu á framfæri.

Nýverið birtu forsvarsmenn ÍATV áhugverða tölfræði frá árinu 2021.

Alls voru 79 beinar útsendinga á vegum ÍATV sem er sögulegt met og 43% aukning á milli ára.

Til að setja það í samhengi þá var bein útsending á fimm daga fresti hjá ÍATV.

Rétt um 100.000 áhorf voru á útsendingar frá ÍATV sem er 9% aukning frá því í fyrra.

Útsendingar voru skoðaðar í 34 mismunandi löndum. Fimleikamótin nutu mestra vinsælda á síðasta ári eins og sjá má á samantektinni hér fyrir neðan.