Íþróttasjóður úthlutaði styrkjum til fjögurra verkefna hjá ÍA

Íþróttanefnd Mennta – og menningarmáráðuneytisins úthlutaði á dögunum styrkjum að upphæð 23 milljónum kr. til 79 verkefna fyrir árið 2022.

Nefndinni bárust alls 132 umsóknir að upphæð rúmlega 291 m. kr. um styrki úr Íþróttasjóði vegna ársins 2022.

Íþróttabandalag Akraness fékk þrjá styrki í þessari úthlutun og Skotfélag Akraness fékk einnig styrk.

Samtals fékk ÍA eina milljón kr. í þessari úthlutun og er skiptingin á þeim verkefnum hér fyrir neðan.

Nánar á vef Rannís – smelltu hér:

Í tilkynningu frá Rannís kemur eftirfarandi fram.

Alls bárust 80 umsóknir um styrki til að bæta aðstöðu til íþróttaiðkana að upphæð rúmlega 221,7 m. kr.

Styrkumsóknir um fræðslu- og útbreiðsluverkefni voru 48 að upphæð um 63,4 m. kr. og umsóknir vegna íþróttarannsókna voru fimm, að upphæð rúmlega 6,67m. kr.

Til ráðstöfunar á fjárlögum 2022 eru rúmar 22 m. kr. en samkvæmt reglugerð um Íþróttasjóð fara ósóttir styrkir aftur til sjóðsins til úthlutunar. Einnig er kostnaður við rekstur íþróttanefndar og kostnaður Rannís vegna umsýslu sjóðsins tekinn af styrkfé sjóðsins.

Íþróttanefnd hefur á fundum sínum fjallað um innkomnar umsóknir og leggur til, í samræmi við reglur Íþróttasjóðs, úthlutun til eftirtaldra 78 aðila fyrir árið 2022 úr sjóðnum.

Alls er lagt til að 42 umsóknir verði styrktar sem falla undir flokkinn ,,Aðstaða“, 32 umsóknir úr flokknum ,,Fræðsla og útbreiðsla“ og 4 umsóknir úr flokknum ,,Rannsóknir“.

Íþróttabandalag Akraness

Hreyfing fyrir alla. 300.000 kr.
Uppbygging á rafíþróttum. 200.000 kr.
Efling samstöðu og samstarfs. 400.000 kr.

Skotfélag Akraness

Endurnýjun starfsleyfis. 200.000 kr.

Nánar á vef Rannís – smelltu hér: