Alls greindust 816 einstaklingar með Covid-19 smit í gær á Íslandi í gær. Þar af voru 116 á landamærunum.
Mun færri sýni voru tekin í gær en undanfarna daga. Alls eru nú 10.577 einstaklingar í einangrun og 6.377 í sóttkví.
Staðan á Vesturlandi er með svipuðu sniði og undanfarna daga. Á Akranesi eru 177 einstaklingar í einangrun með Covid-19 smit og 145 eru í sóttkví.
Þetta kemur fram í upplýsingum frá Lögreglunni á Vesturlandi.
Á undanförnum 10 dögum hefur Covid-19 smitum fjölgað umtalsvert í landshlutanum – líkt og á öllu landinu. Hér fyrir neðan má sjá hvernig þróunin hefur verið frá miðjum janúar.