Tækjakostur Slökkviðliðs Akraness og Hvalfjarðarsveitar eflist með nýjum stigabíl

Skipulags- og umhverfiráð Akraness hefur samþykkt að samið verði við lægstbjóðanda um kaup á stigabíl fyrir Slökkvilið Akraness- og Hvalfjarðarsveitar.

Þetta kemur fram í fundargerð ráðsins, og nú tekur við ferli hjá bæjarráði og bæjarstjórn Akraness að samþykkja endanlega þessa ákvörðun.

Körfubíll sem hefur verið í notkun hjá slökkvliði Akraness – og Hvalfjarðarsveitar frá árinu 2001 hefur ekki verið til staðar á Akranesi í nokkur misseri –

Bæjarráð Akraness hefur áðurgefið það út og samþykkt að það sé brýnt að nauðsynlegur tækjabúnaðar sé til staðar hjá Slökkviliði Akraness og Hvalfjarðarsveitar. Í apríl á þessu ári fól ráðið bæjarstjóra að vinna málið áfram í samstarfi við Hvalfjarðarsveit, sviðsstjóra skipulags- og umhverfissviðs og slökkviliðsstjóra.

Jens Heiðar Ragnarsson, slökkviliðsstjóri, sagði fyrr á þessu ári í samtali við Skagafréttir að stigabílar séu í dag algengari en körfubílar sem björgunartæki.

Tvö tilboð bárust vegna útboðs á kaupum á stigabíl en kostnaðaráætlun var 95 milljónir kr.

Ólafur Gíslason & co. hf. Eldvarnarmiðstöðin bauð tæplega 92 milljónir kr. og tilboð frá Fastus ehf. hljóðaði upp á 115 milljónir kr.

Skipulags- og umhverfiráð leggur til að samið verði við lægstbjóðanda um kaup á stigabíl fyrir Slökkvilið Akraness- og Hvalfjarðarsveitar.

Hér fyrir neðan eru myndir af stigabílum sem Slökkvilið Akureyrar hefur til umráða.