Það verður mikið um að vera í nýja fimleikahúsinu við Vesturgötu um helgina. Þar fer fram GK mótið í hópfimleikum og Haustmót FSÍ í stökkfimi. ÍA er að sjálfsögðu með marga keppendur en mótið er fjölmennt og besta fimleikafólk landsins tekur þátt.
Fyrsti hluti mótsins hefst kl 11:30 í dag, laugardaginn 5. febrúar þar sem að meistaraflokkur FIMÍA keppir – eftir hádegi í dag er keppt í 1. flokki.
Öflugir sjálfboðaliðar úr röðum ÍATV standa vaktina í dag og sýna beint frá mótinu. Streymið frá mótinu er frítt en hægt er að styðja við bakið á starfi ÍATV með því að leggja inn á styrktarreikning – upplýsingar hér fyrir neðan.