Tveir leikmenn úr röðum ÍA eru í æfingahóp U-19 ára landsliðs karla í knattspyrnu sem kemur saman til æfinga helgina 21.-23. febrúar.
Ólafur Ingi Skúlason er þjálfari liðsins en liðið undirbýr sig fyrir milliriðla í undankeppni EM 2022.
Þar er Ísland í riðli með Rúmeníu, Georgíu og Króatíu og fer riðillinn fram dagana 23.-29. mars.
Leikmenn ÍA eru þeir Guðmundur Tyrfingsson og Breki Þór Hermannsson. Guðmundur kom til ÍA frá liði Selfoss s.l. sumar en Breki Þór kom til ÍA frá Grundarfirði en hann stundar nám við FVA líkt og Guðmundur.
Alls eru 22 leikmenn í hópnum og koma þeir frá ellefu félögum víðsvegar af landinu. Stjarnan er með flesta leikmenn eða 6 og Breiðablik er með 3. Fjögur félög eru með tvo leikmenn og er ÍA eitt af þeim.
Stjarnan (6), Breiðablik (3), ÍA (2), FH (2), Leiknir R. (2), Víkingur R. (2), Fjölnir (1), Grótta (1), HK (1), ÍR (1), Þór Ak. (1).
Anton Logi Lúðvíksson – Breiðablik
Arnar Daníel Aðalsteinsson – Breiðablik
Arnar Númi Gíslason – Breiðablik
Dagur Þór Hafþórsson – FH
Logi Hrafn Róbertsson – FH
Halldór Snær Georgsson – Fjölnir
Kjartan Kári Halldórsson – Grótta
Ólafur Örn Ásgeirsson – HK
Guðmundur Tyrfingsson – ÍA
Breki Þór Hermannsson – ÍA
Sveinn Gísli Þorkelsson – ÍR
Andi Hoti – Leiknir R.
Davíð Júlían Jónsson – Leiknir R.
Adolf Daði Birgisson – Stjarnan
Guðmundur Baldvin Nökkvason – Stjarnan
Ísak Andri Sigurgeirsson – Stjarnan
Óli Valur Ómarsson – Stjarnan
Sigurbergur Áki Jörundsson – Stjarnan
Þorsteinn Aron Antonsson – Stjarnan
Sigurður Steinar Björnsson – Víkingur R.
Ari Sigurpálsson – Víkingur R.
Bjarni Guðjón Brynjólfsson – Þór A.