Húsnæðisvandi tveggja íþróttafélaga leystur til bráðabirgða

Kraftlyftingafélag Akraness og Hnefaleikafélag Akraness hafa á undanförnum mánuðum verið „heimilislaus“ hvað varðar æfingaaðstöðu.

Félögin hafa verið með aðstöðu í kjallara íþróttahússins við Vesturgötu en aðstæður í því rými eru með þeim hætti að ekki er hægt að nota þá aðstöðu að svo stöddu.

Raki og mygla eru í kjallara íþróttahússins og loftgæðisvandamál eru því til staðar.

Bæjarráð Akraness hefur samþykkt að veita viðbótarfjármagni að upphæð 1,5 milljónum kr. til þess að leigja húsnæði til bráðabirgða fyrir þessi félög.