Nýjustu Covid-19 tölurnar á Akranesi – mánudaginn 21. febrúar 2022

Í gær greindust tæplega 2.400 einstaklingar með Covid-19 smit á landinu og um 50% af sýnum sem tekin voru reyndust jákvæð. Um 13 þúsund einstaklingar á landinu öllu eru í einangrun samkvæmt upplýsingum á covid.is

Á Vesturlandi eru tæplega 620 í einangrun vegna Covid-19 og þar af eru 353 á Akranesi. Þetta er mesti fjöldi smita á Akranesi frá því að heimsfaraldurinn hófst í byrjun janúar árið 2020.

Þetta kemur fram í tölum frá Lögreglunni á Vesturlandi. Hér fyrir neðan má sjá þróun mála á þessu sviði í samantekt frá Lögreglunni á Vesturlandi.