Skaginn 3X verður í 100% eigu Baader – Frumkvöðullinn Ingólfur selur sinn hlut

Þýska fyrirtæki Baader hefur eignast allt hlutafé í Skaginn 3X, en samningur þess efnis var undirritaður í dag.

Þetta kemur fram á vef Skessuhorns.

Í lok ársins keypti 60% hlutafjár í Skaginn 3X í lok ársins 2020. Baader hefur nú keypt eftirstandandi 40% hlut af IÁ-hönnun, fyrirtækis í eigu Ingólfs Árnasonar frumkvöðuls og fjölskyldu hans. Ingólfur lét af störfum sem forstjóri Skaginn 3X í lok síðasta árs.

„Þetta eru góðar fréttir fyrir fyrirtækið og starfsmenn þess og fyrirtækið verður nú betur í stakk búið að takast á við skuldbindingar sínar og þær kröfur sem gerðar eru til fyrirtækisins,“ er haft eftir Jeff Davis, stjórnarformanni Skaginn 3X á vef Skessuhorns.

Skaginn 3X verður þar með að öllu leyti hluti Baader samstæðunnar og hefst samþætting starfsemi félaganna nú þegar og er reiknað með að henni ljúki á næstu mánuðum.

Jeff Davis, sem gegnt hefur starfi stjórnarformanns, verður áfram í því hlutverki og Guðjón Ólafsson mun áfram gegna starfi sem tímabundinn forstjóri.

Ingólfur Árnason. Mynd/skaginn3x.