Skemmtileg myndasýning frá heimsókn Íþróttaálfsins og Sollu Stirðu í Garðasel

Íþróttaálfurinn og Solla Stirða eru enn vel þekktar stærðir hjá yngri kynslóðinni og njóta vinsælda.

Krakkarnir á leikskólanum Garðaseli fengu skemmtilega heimsókn á dögunum þar sem að Íþróttaálfurinn og Solla sungu og dönsuðu með nemendum og starfsfólki skólans.

Þar gerðu nemendur ýmsar æfingar með gestunum og var einnig mikið spjallað og spurt um allt á milli himins og jarðar.

Eins og sjá má í þessu myndbandi sem Garðasel sendi frá sér þá skemmtu allir sér vel