Spennandi fallbaráttuslagur fer fram í körfunni í kvöld – ÍA mætir Hamri

Karlalið ÍA í körfuknattleik mætir í kvöld liði Hamars frá Hveragerði á Íslandsmótinu.

Leikurinn hefst kl. 19:15 í kvöld í íþróttahúsinu við Vesturgötu og er afar mikilvægur í botnbaráttunni í næst efstu deild.

ÍA tók sæti Reynis úr Sandgerði í næst efstu deild með stuttum fyrirvara s.l. haust. Liðið er með marga unga og efnilega leikmenn sem eru að stíga sín fyrstu skref í meistaraflokkir. Þrír erlendir leikmenn eru hjá ÍA ásamt þjálfara frá Portúgal.

ÍA hefur unnið einn leik á tímabilinu, gegn Hrunamönnum á heimavelli, og möguleikarnir gegn Hamri ættu að vera ágætir þar sem að liðið hefur aðeins unnið þrjá leik á tímabilinu.

Það eru fimm leikir eftir af keppnistímabilinu og fara þeir allir fram í mars.