Íslensk stjórnvöld vinna að undirbúningi móttöku flóttafólks frá Úkraínu á næstu dögum.
Akraneskaupstaður sendi í gær frá sér tilkynningu þar sem að óskað er eftir upplýsingum um mögulegt leiguhúsnæði (íbúðarhúsnæði/herbergi).
Þeir sem hafa upplýsingar um laust íbúðahúsnæði í sveitarfélaginu eru vinsamlegast beðnir um að hafa samband við Akraneskaupstað með því að senda upplýsingar á netfangið [email protected]
Vinsamlegast takið eftirfarandi upplýsingar fram:
- Eigandi húsnæðis.
- Staðsetningu íbúðarhúsnæðis (íbúð/herbergi).
- Stærð á íbúðarhúsnæði.
- Áætlað leiguverð.