Myndband og myndasyrpa frá síðdegisýningu „Kára“ og „Ægis“

Veðrið hefur verið í aðalhlutverki á Akranesi undanfarnar vikur – líkt og á öllu Íslandi.

Kraftmiklar lægðir hafa farið hratt yfir Ísland og skilið eftir sig ótal minningar.

Síðdegis í dag tóku Ægir (hafið) og Kári (vindur) við keflinu enn á ný og settu sinn svip á upplifun íbúa Akraness á nærsamfélaginu.

Skagafréttir tóku upp stemninguna í dag og er óhætt að segja að æðarfuglinn hafi nýtt sér „innri“ aðstæður í Akransehöfn með sínum hætti.