Starfsmenn Akraneskaupstaðar undirbúa komu flóttamanna frá Úkraínu

Skóla- og frístundaráð Akraness leggur til við bæjarráð að starfsmenn velferðar- og mannréttindasviðs og skóla- og frístundasviðs verði falið að undirbúa móttöku flóttafólks frá Úkraínu.

Félags- og vinnumarkaðsráðuneytið hefur óskað eftir að sveitarfélög landsins taki þátt í því krefjandi verkefni sem er framundan vegna ástandsins í Úkraínu.

Bæjarstjórn Akraneskaupstaðar hefur lýst yfir vilja til að taka þátt í þessu verkefni og eru starfsmenn Akraneskaupstaðar nú þegar farnir að undirbúa verkefnið.

Þátttakan í verkefninu verður sniðinn að stærð og getu hvers sveitarfélags.

Því til staðfestingar er vísað til bókunar

Á fundi bæjarstjórnar Akraneskaupstaðar sem fram fór 8. mars s.l. var eftirfarandi bókun samþykkt.

Bæjarstjórn Akraneskaupstaðar fordæmir harðlega innrás Rússa í Úkraínu og brot þeirra á sjálfstæði og sjálfræði þjóðarinnar. Bæjarstjórn lýsir yfir fullum stuðningi við úkraínsku þjóðina og lýsir sig jafnframt reiðubúna til móttöku flóttafólks frá Úkraínu. Bæjarstjórn tekur einróma undir bókun stjórnar Sambands íslenskra sveitarfélaga frá 25. febrúar síðastliðnum, sem og yfirlýsingu Evrópusamtaka sveitarfélaga sem bæjarfulltrúar hafa stutt með undirritun sinni.