Tinna Björg og Lilja Dís sigurvegarar í upplestrarkeppni grunnskólanna á Akranesi

Tinna Björg Jónsdóttir úr Grundaskóla og Lilja Dís Lárusdóttir úr Brekkubæjarskóla stóðu uppi sem sigurvegarar í Upplestrarkeppni grunnskólanna á Akranesi 2022.

Lokakeppnin fór fram í gær í Tónbergi. Þetta kemur fram í tilkynningu.

Nemendur lásu tvö ljóð að eigin vali og einnig brot úr Akam, ég og Annika en bókin hlaut íslensku barnabókaverðlaunin á þessu ári.

Myndir Helenu Óskar úr Grundaskóla og Lilju Dísar úr Brekkubæjarskóla stóðu upp úr í teiknimyndasamkeppni sem fram fór í aðdraganda keppninnar – en myndir þeirra voru á boðskorti keppninnar. Lilja Dís kom því við sögu í báðum verðlaunaafhendingum lokakvöldsins.

Verðlaunarithöfundurinn Eva Björk Ægisdóttir, fyrrverandi nemandi Grundaskóla, var gestur kvöldsins. Eva hvatti nemendur áfram í ræðu sinni og sagði frá því hvernig hún skrifar bækur sínar.

Tinna Björg Jónsdóttir úr Grundaskóla og Lilja Dís Lárusdóttir úr Brekkubæjarskóla stóðu uppi sem sigurvegarar í Upplestrarkeppni grunnskólanna á Akranesi 2022. Lokakeppnin fór fram í gær í Tónbergi.
Myndir Helenu Óskar úr Grundaskóla og Lilju Dísar úr Brekkubæjarskóla stóðu upp úr í teiknimyndasamkeppni sem fram fór í aðdraganda keppninnar – en myndir þeirra voru á boðskorti keppninnar.