Hótel Akraness fær nýtt hlutverk – viðamiklar breytingar framundan

Bæjarstjórn Akraness hefur samþykkti umsókn um breytingu á skipulagi Breiðarsvæðis, vegna Bárugötu 15, þar sem að Hótel Akraness var um margra ára skeið.

Í talsverðan tíma hefur verið rætt um að byggja ofaná núverandi húsi á Bárugötu 15 – og hafa bæjaryfirvöld gefið grænt ljós á að Bárugötu 15 verði breytt í fjögurra hæða fjölbýlishús með allt að 8 íbúðum.

Skipulags- og umhverfisráð lagði til við bæjarstjórn að fyrirliggjandi skipulagslýsing verði auglýst með hefðbundnum hætti.

Bæjarstjórn Akraness samþykkti að auglýsa skipulagslýsingar vegna Breiðarsvæðis vegna Bárugötu 15.

http://localhost:8888/skagafrettir/2019/03/26/ahugi-fyrir-thvi-ad-haekka-hotel-akranes-og-byggja-ibudir/
http://localhost:8888/skagafrettir/2018/03/15/hotel-akranes-ad-vakna-af-dvalanum/