Staða forstöðumanns íþróttamannvirkja og íþróttamála laus til umsóknar

Akraneskaupstaður auglýsir þessa dagana stöðu forstöðumanns íþróttamannvirkja og íþróttamála. Í september árið 2020 var hætt við að ráðningu í þessa stöðu vegna skipulagsbreytinga í skipuriti Akraneskaupstaðar.

Nánar hér:

Í auglýsingunni um starfið eru íþróttamál Akraneskaupstaðar einnig hluti af starfinu en slík staða hefur ekki verið til í stjórnkerfi Akraneskaupstaðar um margra ára skeið.

Til íþróttamannvirkja teljast íþróttahús og fimleikahús við Vesturgötu, Bjarnalaug og íþróttahús, íþróttahöll, sundlaug og grasvellir að Jaðarsbökkum.

Staða forstöðumanns íþróttamannvirkja var síðast auglýst sumarið 2020 þar sem að 15 aðilar sóttu um – en hætt var við ráðninguna eins og áður segir í september sama ár.

Ágústa Rósa Andrésdóttir var ráðin forstöðumaður íþróttamannvirkja í apríl árið 2018, en 17 einstaklingar sóttu um starfið á þeim tíma.

Hörður Kári Jóhannesson var forstöðumaður íþróttamannvirkja á Akranesi um margra ára skeið áður en Ágústa tók við starfinu.

Nánar hér:

http://localhost:8888/skagafrettir/2018/04/03/agusta-rosa-nyr-forstodumadur-ithrottamannvirkja/

http://localhost:8888/skagafrettir/2020/08/12/fimmtan-adilar-sottu-um-starf-forstodumanns-ithrottamannvirka-a-akranesi/