Ásgeir Helgi nýr forstjóri Skel fjárfestingafélags

Skagamaðurinn Ásgeir Helgi Reyk­fjörð Gylfa­son var dag kynntur til sögunnar sem forstjóri Skel fjár­fest­inga­fé­lags hf. Ásgeir Helgi hefur á undanförnum árum verið aðstoðarbankastjóri Arion banka. Þetta kemur fram í tilkynningu.

Ásgeir Helgi var framkvæmdastjóri fyrirtækjasviðs Kviku banka áður en hann hóf störf hjá Arion banka sumarið 2019. Hann var meðlimur í framkvæmdahópi um losun fjármagnshafta árið 2015 og áður starfaði hann hjá MP banka sem yfirlögfræðingur, hjá LOGOS lögmannsþjónustu í Reykjavík og London og hjá Straumi fjárfestingarbanka.

Haft er eft­ir Jóni Ásgeiri Jó­hann­es­syni, stjórn­ar­for­manni Skel að þeir Ásgeir og Magnús fái það verk­efni að byggja upp öfl­ugt skráð fjár­fest­inga­fé­lag.

„Ásgeir hef­ur mikla þekk­ingu og reynslu úr Íslensku at­vinnu­lífi, nú síðast sem aðstoðarbanka­stjóri Ari­on banka hf. og Magnús verið lyk­ilaðili í upp­bygg­ingu Kviku banka hf. sl. ár. Þess­ir tveir öfl­ugu aðilar munu hrinda í fram­kvæmd áfram­hald­andi umbreyt­ingu fé­lags­ins, þar sem lögð verður áhersla á fjár­fest­ing­ar í fyr­ir­tækj­um og þróun fyr­ir­tækja, sem hafa meðal ann­ars að leiðarljósi að ein­falda fólki og fyr­ir­tækj­um lífið,“ er haft eft­ir Jóni Ásgeiri.

Foreldrar Ásgeirs Helga eru Gylfi R. Guðmundsson og Fjóla Katrín Ásgeirsdóttir en þau eru búsett á Akranesi. Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir, utanríkisráðherra, er systir Ásgeirs Helga og knattspyrnumaðurinn fyrrverandi úr ÍA, Gylfi Veigar Reykfjörð Gylfason, er yngstur þeirra systkina.