Skagamaðurinn Ásgeir Helgi Reykfjörð Gylfason var dag kynntur til sögunnar sem forstjóri Skel fjárfestingafélags hf. Ásgeir Helgi hefur á undanförnum árum verið aðstoðarbankastjóri Arion banka. Þetta kemur fram í tilkynningu.
Ásgeir Helgi var framkvæmdastjóri fyrirtækjasviðs Kviku banka áður en hann hóf störf hjá Arion banka sumarið 2019. Hann var meðlimur í framkvæmdahópi um losun fjármagnshafta árið 2015 og áður starfaði hann hjá MP banka sem yfirlögfræðingur, hjá LOGOS lögmannsþjónustu í Reykjavík og London og hjá Straumi fjárfestingarbanka.
Haft er eftir Jóni Ásgeiri Jóhannessyni, stjórnarformanni Skel að þeir Ásgeir og Magnús fái það verkefni að byggja upp öflugt skráð fjárfestingafélag.
„Ásgeir hefur mikla þekkingu og reynslu úr Íslensku atvinnulífi, nú síðast sem aðstoðarbankastjóri Arion banka hf. og Magnús verið lykilaðili í uppbyggingu Kviku banka hf. sl. ár. Þessir tveir öflugu aðilar munu hrinda í framkvæmd áframhaldandi umbreytingu félagsins, þar sem lögð verður áhersla á fjárfestingar í fyrirtækjum og þróun fyrirtækja, sem hafa meðal annars að leiðarljósi að einfalda fólki og fyrirtækjum lífið,“ er haft eftir Jóni Ásgeiri.
Foreldrar Ásgeirs Helga eru Gylfi R. Guðmundsson og Fjóla Katrín Ásgeirsdóttir en þau eru búsett á Akranesi. Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir, utanríkisráðherra, er systir Ásgeirs Helga og knattspyrnumaðurinn fyrrverandi úr ÍA, Gylfi Veigar Reykfjörð Gylfason, er yngstur þeirra systkina.