Glæsilegur sigur hjá ÍA gegn Íslands – og bikarmeistaraliði VíkingsKarlalið ÍA gerði sér lítið fyrir og sigraði Íslands – og bikarmeistaralið Víkings úr Reykjavík 3-0 í dag í fyrsta heimaleik tímabilsins í Bestu deild Íslandsmótsins.

Gísli Laxdal Unnarsson skoraði fyrsta mark ÍA í leiknum og hélt uppteknum hætti frá því í 1. umferð þegar hann skoraði gegn Stjörnunni.

Markið skoraðin Gísli á 36. mínútu.

Kaj Leo í Bartalsstovu tók síðan við keflinu og skoraði annað mark ÍA með skoti beint úr hornspyrnu rétt fyrir lok fyrri hálfleiks.

Kaj Leo hefur byrjað tímabilið sterkt í markaskorun en hann skoraði jöfnunarmarkið gegn Stjörnunni í 1. umferðinni og hefur því skoraði 2 mörk líkt og Gísli Laxdal.

Varnarmaðurinn Aron Bjarki Jósepsson kom ÍA í 3-0 á 56. mínútu þegar hann kom boltanum yfir marklínuna af stuttu færi eftir frábæra hornspyrnu frá Christian Thobo Köhler – sem fór næstum því inn í markið.

Rúmlega 1000 áhorfendur mættu á leikinn í ágætu veðri – og líkt og í undanförnum leikjum eru stuðningsmenn ÍA vaknaðir til lífsins – svo um munar. Frábær stemning frá fyrstu mínútu til þeirrar síðustu.

Sannarlega glæsileg byrjun á Íslandsmótinu hjá ÍA undir stjórn Jóns Þórs Haukssonar þjálfara liðsins.

Hlynur Sævar Jónsson kom inn í byrjunarliðið í stað Alex Davey sem meiddist í leiknum gegn Stjörnunni.

Hlynur lék frábærlega og var valinn maður leiksins af stuðningsmönnum ÍA. Oliver Stefánsson lék í 90 mínútur og er á réttri leið og sænski vinstri bakvörðurinn Johannes Björn Vall var virkilega sterkur í þessum leik og sýndi góða takta.