Hér er myndin sem þið óskuðu eftir drengirNýverið var ljósmyndari Skagafrétta að virða fyrir ýmis sjónarhorn á húsin í Akraneskaupstað frá „stóru bryggjunni“ við Akraneshöfn.

Það verkefni fór út um þúfur fljótlega þegar þessir hressu drengir mættu á svæðið á bifreið sinni.

Þeir vippuðu sér með leifturhraða út úr bílnum og tóku yfir sviðið fyrir framan linsuna.

„Viltu taka mynd af okkur?“ var spurningin frá þeim og að sjálfsögðu var svarið já.

Lauflétttir og skemmtilegir gaurar en í hasarnum gleymdist að spyrja þá til nafns.

Þeir vissu að myndirnar gætu birst á skagafrettir.is – og hér eru þær.

Ef þið hafið upplýsingar um nöfn drengjanna þá er hægt að senda þær upplýsingar í gegnum fb- síðu Skagafrétta.