Það er nóg um að vera í Bestu deild karla í knattspyrnu í dag þegar 2. umferð Íslandsmótsins hefst með fjórum leikjum.
ÍA tekur á móti Íslands – og bikarmeistaraliði Víkings úr Reykjavík sem Skagamaðurinn Arnar Gunnlaugsson þjálfar.
ÍA gerði 2-2 jafntefli í 1. umferð á útivelli gegn Stjörnunni þar sem að Gísli Laxdal Unnarsson og Kaj Leo i Bartalsstovu skoruðu mörk ÍA.
Mikill hugur er hjá stuðningsmönnum ÍA sem héldu uppi gríðarlegri stemningu á útileiknum gegn Stjörnunni og tóku upp þráðinn frá því sem fá var horfið s.l. haust á lokakafla Íslandsmótsins og bikarúrsliateiknum gegn Víkingum á Laugardalsvelli.
Stuðningsmenn ÍA eru velkomnir á upphitun sem hefst kl. 15 í dag á Jaðarsbakka – við Norðurálsvöll, heimavöll ÍA. Leikurinn sjálfur hefst kl. 18:00.