Fimleikahúsið við Vesturgötu hefur sannað notagildi sitt frá því að húsið var tekið í notkun haustið 2020. Formleg vígsluathöfn fór fram á föstudaginn í síðustu viku.
Fjallað er um fimleikahúsið og Fimleikafélag ÍA í þættinum Að Vestan á sjónvarpsstöðinni N4. Heiðar Mar Björnsson og Hlédís Sveinsdóttir stýra þættinum líkt og á undanförnum árum.
Fimleikahúsið hefur gjörbreytt allri aðstöðu hjá Fimleikafélagi ÍA sem er í dag fjölmennasta félagið innan raða ÍA.
Húsið var lengi á umræðu – og hugmyndastigi eða allt frá árinu 2010.
Bæjarstjórn tók þá ákvörðun að reisa húsið við Vesturgötu en einnig voru uppi hugmyndir að reisa húsið við Jaðarsbakka. Hönnunarferlinu lauk árið 2018, framkvæmdir hófust í lok ágúst árið 2018 og húsið var tekið í notkun tveimur árum síðar eða haustið 2020.