Hlaðvarp Skagafrétta er nýr dagskrárliður á fréttavefnum.
Efnistökin í hlaðvarpinu verða fjölbreytt þar sem að mannlífið á Akranesi verður í aðalhlutverki.
Í fyrstu hlaðvarpsþáttunum eru bæjarstjórnarkosningarnar í aðalhlutverki.
Ragnar Baldvin Sæmundsson, oddviti Framsóknarflokksins og frjálsra, er viðmælandinn í þessum þætti þar sem að bæjarmálin eru rauði þráðurinn og kosningarnar framundan.
Sigurður Elvar Þórólfsson tók viðtalið.
Hlaðvarpsþættirnir verða aðgengilegir á helstu hlaðvarpsveitum – en til að byrja er efnið aðgengilegt á efnisveitunni SoundCloud.