Slökkviliðið fékk mikinn liðsstyrk með útskrift tíu fullmenntaðra slökkviliðsmanna



Slökkvilið Akraness og Hvalfjarðarsveitar fékk á dögunum mikinn liðsstyrk þegar 10 nýliðar luku námi frá Brunamálaskóla Húsnæðis- og mannvirkjastofnunar.

Útskriftin fór fram þann 5. maí en nemendurnir fengu fjölbreytta þjálfun í hefðbundnu slökkvistarfi, reykköfun og björgun fólks bílslysum. Námið var bæði bóklegt – og verklegt.

Þjálfunarstjóri slökkviliðsins Sigurður Þór Elísson, þjálfunarstjóri slökkviliðsins, og Jens Heiðar  Ragnarsson slökkvliðsstjóri höfðu umsjón með náminu en Þorlákur Snær Helgasson kom að verkefninu að hálfu Húsnæðis- og mannvirkjastofnunar. 

Í tilkynningu kemur fram að Slökkvilið Akraness og Hvalfjarðarsveitar er mjög lukkulegt með fullmenntuðu slökkviliðsmenn  og horfir björtum augum til framtíðar með þennan flotta hóp nýútskrifaðra slökkviliðsmanna. 

Frá vinstri:Jens Heiðar Ragnarsson, Slökkviliðsstjóri Slökkviliðs Akraness og Hvalfjarðarsveitar. Karl Jóhann Haagensen, Styrmir Þór Tómasson, Ársæll Ottó Björnsson, Pálmi Gunnlaugsson, Sigurður Ingi Grétarsson, Karl Svanhólm Þórisson, Sævar Berg Sigurðsson, Björn Torfi Axelsson, Samúel Þorsteinsson, Ásmundur Jónsson, Sigurður Þór Elísson, þjálfunarstjóri, Slökkviliðs Akraness og Hvalfjarðarsveitar.