Bikar á loft hjá ÍA í Lengjubikarkeppni kvenna – góður 3-2 sigur gegn Völsungi



ÍA og Völsungur frá Húsavík áttust við í gær í úrslitum Lengjubikarkeppni kvenna í knattspyrnu – og fór leikurinn fram á gervigrasvellinum á Dalvík. Um var að ræða úrslitaleik í C-deild keppninnar.

Ylfa Laxdal Unnarsdóttir kom ÍA yfir strax á 4. mínútu en Krista Eik Harðardóttir jafnaði fyrir Völsung á 32. mínútu. Unnur Ýr Haraldsdóttir kom ÍA aftur yfir á 36. mínútu og staðan í hálfleik var 2-1 fyrir ÍA.

Allyson Abbruzzi Patterson jafnaði metin fyrir Völsung um miðjan síðari hálfleik – en Thelma Björg Rafnkelsdóttir skoraði sigurmark ÍA á 81. mínútu.