Nýr rekstraraðili tekur við tjaldsvæðinu í Kalmansvík



Bæjarráð Akraness samþykkti nýverið að ganga frá samningi við fyrirtækið Landamerki ehf. um rekstur rekstur tjaldsvæðisins í Kalmansvík. Samningurinn er til tveggja ára og tekur gildi þann 1. júní á þessu ári og rennur út í lok apríl árið 2024.

Landamerki ehf. sér um rekstur fjölda tjaldsvæða víðsvegar um landið. Þar má nefna Vestmannaeyjar, Fjarðarbyggð, Skagaströnd, Hellu, Þorlákshöfn, Stokkseyri, Borgarnesi, Varmalandi, Dalvík, Seyðisfirði og Eldborg (Laugagerðisskóla).

Tjaldsvæðið við Kalmansvík á Akranesi nýtur mikilla vinsælda og á undanförnum vikum hafa fjölmargir gestir nýtt sér frábæra aðstöðu sem þar er að finna.