Akrasel er fyrsti Unesco leikskóli Íslands – góður og fallegur dagur með forseta Íslands



Það var mikil gleði í leikskólanum Akraseli í dag þegar Guðni Th. Jóhannesson forseti Íslands afhenti skólanum viðurkenningu sem Unesco leikskóli – og er Akrasel fyrsti leikskólinn á Íslandi sem fær slíka viðurkenningu.

Til þess að hljóta þessa nafnbót þarf leikskóli að vinna að umhverfisvernd (grænfáni) tengja starf sitt við Heimsmarkmið og Barnasáttmála Sameinuðu þjóðanna.

Fjölmenni var á hátíðinni í dag í blíðviðri – þar sem að Guðni Th. var í aðalhlutverki og fjölmargir, ungir sem aldnir, höfðu áhuga á að ræða við forseta Íslands – sem tók vel í allar óskir þess efnis.

Hér er samantekt frá hátíðinni ásamt viðtali við Guðna Th.

Hér má sjá myndasafn frá hátíðinni á myndavef Skagafrétta.