Flottur árangur hjá Einari, Kristjáni og Guðbjörgu með landsliðinu í Skotlandi



Íslenska landsliðið í sundi keppti á alþjóðlegu móti, Glasgow International Swim meet, sem fram fór í Glasqow í Skotlandi um liðna helgi. Þrír keppendur úr röðum ÍA voru í liðinu og Kjell Wormdal yfirþjálfari ÍA var einn af þjálfurum landsliðsins í þessu verkefni.

Einar Margeir Ágústsson, Kristján Magnússon og Guðbjörg Bjartey Guðmundsdóttir tóku þátt á sínu fyrsta stórmóti erlendis – og fengu þau dýrmæta reynslu í þessari ferð.

Einar Margeir átti mjög gott mót og bætti sig í öllum greinum sínum og setti þrjú Akranesmet.
Í 50 m. bringusundi synti hann á 29.10 sem er aðeins 0.02 frá Íslandsmeti í unglingaflokki, það skilaði honum 2. sæti í unglingaflokki og 10. sæti í opnum flokki. Einar Margeir var einnig í 2. sæti í unglinga flokki í 100 m. bringusundi en þar synti hann á tímanum 1.04.80, sem skílaði 6. sæti í opnum flokki.

Í 200m bringsundI náði hann einnig 2 sæti í unglingaflokki á timanum 2.24.23, sem var 12. sæti í fullorðinsflokki.

Kristján Magnússon keppti í 50 m., 100 og 200 m. skriðsundi. Hann bætti sig í 100 m. skriðsundi og þar synti hann á 55.58 sek. en synti aðeins hægar í úrslitasundi. Hann var alveg við sinn tíma í 50 m. skriðsundi þar sem hann synti á 24.87 sek. í úrslita sundi. það skilaði honum 5. sæti í unglingaflokki.
Kristján synti mjög flott 200 m. skrið um morgunninn og var alveg við sinn besta tima 2.02.98.Úrslitasundið gekk ekki alveg upp, mikill vilji en aðeins á eftir tímanum í morgunhlutanum.

Bjartey sem er á sínu fyrsta ári í fullorðins flokki keppti í 50 m, 100 m og 200 m skriðsundi og 50 m flugsundi.
Í 50. m flugsundi var hún alveg við sinn besta tíma. Bjartey byrjaði með miklum krafti í 50 m. skrið og var mjög hröð fyrstu 25 metrunum en var ekki alveg í toppi tæknilega og synti aðeins slakari tíma en hun á eða á 28.33. Í 200m skriðsundi synti hún með góða tækni og var á tímanum 2.14.86 sem er 3. besti tíminn hennar. Í 100 m skriðsundi synti hún svakalega vel síðustu 50 m og kom í mark á 1.01.26.

Næsta verkefni hjá þeim er sumarmót Islands sem fram fer í Ásvallalug 18-19. júní.