Stefán Gísli annar á Landsmóti STÍ í skeet sem fram fór á AkranesiLandsmóti STÍ í skeet fór fram á Akranesi um s.l. í blíðskaparveðri í keppnisaðstöðu Skotfélags Akraness við Akrafjall. Skeet er Ólympíugrein og keppt er í þessari grein á Heimsmeistaramótum, Evrópumótum, Norðurlandamótum, og Smáþjóðaleikum. Skagamaðurinn Stefán Gísli Örlygsson hefur á undanförnum árum verið í fremstu röð í þessari íþrótt og varð hann í öðru sæti í einstaklingskeppninni á eftir Pétri T. Gunnarssyni.

Í skeet keppnum er skotið á leirdúfur sem kastað er með sjálfvirkum kastvélum úr tveimur skothúsum, marki og turni. Skotið er alls 25 skotum frá 8 pöllum sem liggja í hálfmána milli skothúsanna. Oftast eru notaðar tvíhleyptar yfir undir haglabyssur en einnig er leyfilegt að nota hálfsjálfvirkar haglabyssur en þá skal magasínið þrengt þannig að það taki ekki nema 1 skot. Fyllsta öryggis er gætt þar sem að keppendur eru með hlífðargleraugu, oft sérhönnuð skotgleraugu, heyrnarhlífar og skotvesti.

Keppendur voru 19 alls og úrslit urðu eftirfarandi:

  1. sæti: Pétur T. Gunnarsson, SR
  2. sæti: Stefán Gísli Örlygsson, SKA
  3. sæti: Aðalsteinn Svavarsson, SÍH

Liðakeppni:
1. sæti: A-lið SÍH: Helga Jóhannsdóttir, Aðalsteinn Svavarsson og Arnfinnur Jónsson.
2. sæti: B-lið SÍH: María Rós Arnfinnsdóttir, Jón Gunnar og Arnór Uni
3. sæti: Lið SR: Dagný Hinriksdóttir, Þórey Inga Helgadóttir og Pétur T. Gunnarsson.