Skotfélag Akraness opnar dyrnar fyrir gesti á skotvelli félagsins miðvikudaginn 8. júníSkotfélag Akraness verður með opinn kynningardag á skotvelli félagsins við Akrafjall. Tekið verður á móti gestum og öllum þeim sem vilja prófa og kynna sér skotíþróttina á milli 18-21 miðvikudaginn 8. júní.

Aðstaða til íþróttaskotfimi er í um tuttugu bæjarfélögum á landinu og hefur aðstaðan á Akranesi verið byggð upp á undanförnum árum af kraftmiklum sjálfboðaliðum í Skotfélagi Akraness. Margir úr röðum Skotfélags Akraness hafa skipað sér í fremstu röð á landsvísu – og þar fer Stefán Gísli Örlygsson fremstur í flokki en hann hefur keppt á fjölmörgum alþjóðlegum mótum á undanförnum árum.

Eins og áður segir eru allir sem vilja fá að prófa og kynna sér skotíþróttina hvattir til þess að koma við í aðstöðu Skotfélags Akraness á miðikudaginn – og prófa íþróttina endurgjaldlaust.