Kristín og Alexander keppa á HM í klassískum kraftlyftingum – Lára í aðstoðarteyminuTveir keppendur sem tengjast Akranesi sterkum böndum keppa á Heimsmeistaramótinu í klassískum kraftlyftingum sem fram fer í borginni Sun City í Suður Afríku dagana 6.-11. júní. Alls eru þrír karlar og fjórar konur í íslenska hópnum – og Skagakonan Lára Finnbogadóttir er einn af aðstoðarmönnum keppendahópsins.

Í kraftlyftingum er keppt í þremur greinum, hnébeygju, bekkpressu og réttstöðulyftu. Ýmist er keppt í sérstökum búnaði eða án búnaðar – og er keppt án búnaðar á þessu HM.

Keppendum er skipt í þyngdarflokka eftir líkamsþyngd. Sigurvegari er sá sem lyftir mestri þyngd samanlagt í öllum þremur greinum. Stundum er keppt í einstökum greinum, þá helst í bekkpressu.

Nánar á vef Kraftlyftingasambandsins:

Nánar um HM hér:

Kristín Þórhallsdóttir, íþróttamaður Akraness undanfarinna tveggja ára, keppir í -84 kg. flokki en hún er ríkjandi Evrópumeistari í þessum þyngdarflokki og í öðru sæti á heimslista. Kristín keppir laugardaginn 11. júní. Helsta markmið Kristínar er að fylgja eftir góðum árangri síðasta árs, þar sem hún hlaut brons á HM og gull á EM. Æfingar hafa gengið vel undanfarið og Kristín ætlar sér að vera í baráttunni um verðlaunin. Hún á Evrópumetin í hnébeygju og samanlögðu í flokknum, svo bætingar gæti þýtt ný met. Kristín starfar sem dýralæknir og er búsett í Borgarfirði en hún hefur verið félagi í Kraftlyftingafélagi Akraness undanfarin ár og keppir undir merkjum ÍA.

Skagamaðurinn Alexander Örn Kárason er fæddur árið 1998 og keppir hann í fyrsta sinn í opnum flokki, í -93kg, en keppnin fer fram á morgun, fimmtudaginn 9. júní.

Alexander Örn, sem keppir fyrir Breiðablik, hefur þegar eignað sér flest Íslandsmetin í opnum flokki og er stöðugt að bæta sig. Þetta mót er nýr upphafspunktur fyrir Alexander sem hefur langtímamarkmiðin í huga. Mótið verður fyrst og fremst innlegg í reynslubankann, en það má alltaf búast við metatilraunum, hörku frammístöðu og hrikalegum anda þegar Alexander er annars vegar.

Aðstoðarmenn liðsins eru Auðunn Jónsson, Lára Finnbogadóttir og Hinrik Pálsson.

Aron Ingi Gautason dæmir á mótinu.

Sýnt er frá mótinu á Youtube – smelltu hér:

Nánar á vef Kraftlyftingasambandsins: